Danmörk er að ná Noregi í rafbílavæðingu

Lestími: < 1 mín

Það er mikill munur í nýskráningum fólksbifreiða í Norðurlöndunum en fram til þessa hafa Norðmenn verið á nokkuð afgerandi í þessum efnum. Í Danmörku hefur sala rafbíla verið á uppleið og í maí var hlutfall rafbíla í nýskráningum í landinu 61%. Það eru aðeins fjögur ár síðan hlutfallið í Noregi fór yfir þetta stig – árið 2021.

Söluhæsta bílgerðin í Danmörku í maí, þegar heildarfjöldi skráninga náði 17.952 fólksbílum, var Skoda Elroq. Á eftir  komu Volkswagen ID.4 og Tesla Model Y. Í fjórða sæti var fyrsti jarðefnaeldsneytisbíllinn – Volkswagen T-Roc, á undan rafbílunum Volkswagen ID.3 og Renault 5.

Skráningar jukust um 23,3% í maí í Danmörku og eru því í plús um 5,6% það sem af er ári. Noregur var hin Norðurlandaþjóðin með rafbíl í efsta sæti og eina landið með eingöngu rafbíla á topp 10, með langhæsta hlutfall rafbíla: Næstum 94%.

Noregur hafði einnig mestan vöxt í fjölda nýskráninga í þessum mánuði, með 39,1% í plús. Aukningin skýrist af því að bílarnir virðast vera mjög hagstætt verðlagðir þökk sé herferðum noskra stjórnvalda

„Það sem við sjáum nú er að margir bílasalar hafa unnið starf Norges Bank og lækkað vexti bæði einu sinni og oftar,“ segir Øyvind Solberg Thorsen, framkvæmdastjóri Upplýsingaráðs vegaumferðar í Noregi.

„Það hefur gert fleirum kleift að láta drauminn um að kaupa nýjan bíl rætast. Þegar við skoðum hraðann í nýbílasölunni í maí er alveg ljóst að mikið af sölunni er drifið áfram af herferðum,“ útskýrir hann.

Svíþjóð hafði einnig nokkra aukningu í bílaskráningum í maí (+2% og 37% rafbílahutfall), á meðan Finnland hélt áfram niðurleiðinni (-11,9% með 33% rafbílahutfall). Finnar eru þó bjartsýnni fyrir framhaldið þegar líða tekur á árið.

Deila grein: