Umferð­in á Hring­vegin­um dróst lítil­lega saman í júlí

Lestími: 2 mín

Umferðin á Hringveginum í nýliðnum júlí mánuði dróst óvænt saman. Samdrátturinn nam 0,1 prósenti og er nær eingöngu í og við höfuðborgarsvæðið. Verslunarmannahelgin (að undanskildum mánudeginum vegna samanburðar) var einungis umferðarmesta helgi ársins á Austurlandi að því er fram kemur í tölum frá Vegagerðinni.

Þrátt fyrir að samanburður sé erfiður má leiða líkum að því að aðrar helgar sumarsins sæki í sig veðrið sem umferðamiklar ferðahelgar.  Útlit er fyrir að umferðin í ár aukist töluvert minna en að meðaltali síðustu ár.

Umferð milli júlí mánaða árin 2024 og 2025
Umferðin í nýloknum júlí mánuði reyndist minni en búast hefði mátt við, en 0,1% samdráttur varð í umferðinni, borið saman við sama mánuð á síðasta ári.  Helsta ástæða þessa samdráttar er sú að 5,8% samdráttur varð í umferð á og í grennd við höfuðborgarsvæðið, sem reyndar var eina landssvæðið er sýndi samdrátt.  Umferð jókst í öllum öðrum svæðum og mest um Vesturland (6,4%).

Af einstaka mælisniðum jókst umferð mest um mælisnið á Mýrdalssandi (11,5%) en mesti samdrátturinn varð um mælisnið á Geithálsi (-8,8%).

Umferð frá áramótum
Nú þegar umferðarmesti mánuður ársins er liðinn er uppsöfnuð umferð, fyrir mælisniðin í heild, orðin 1,2% meiri en hún var á sama tíma á síðasta ári.  Öll svæði, utan á og í grennd við höfuðborgarsvæðið, sýna aukningu.  Mest hefur umferð aukist um Norðurland, það sem af er ári (7,3%), en 1,2% samdráttur mælist á og í grennd við höfuðborgarsvæðið.

Umferð eftir vikudögum
Það sem af er ári er umferðarmesti vikudagurinn, að jafnaði, föstudagur en umferðarminnsti dagur vikunnar er laugardagur. Mest hefur umferð aukist á mánudögum en staðið í stað á fimmtudögum.

Horfur út árið 2025
Eftir að samdráttur mældist í júlíumferð, hefur spá um umferð minnkað.  Núna í ár stefnir í 1,5% umferðaraukningu miðað við síðasta ár.  Meðalumferðaraukning á ári, milli áranna 2005 til 2024, er 3,2% þ.a.l. yrði aukningin í ár langt undir meðalaukningu undanfarinna ára.

Helgarumferð það sem af er sumri

Umferðarmestu helgarnar (júní til ágúst) fram til þessa, (föstudagur – sunnudags), að meðtaldri nýliðinni verslunarmannahelgi (1-3 ágúst):

Deila grein: