Það sem af er þessu ári eru nýskráningar fólksbifreiða 9.365 en voru á sama tíma í fyrra 7.296. Sala á nýjum bílum eru því rúmlega 28% meiri núna en á síðasta ári. Nýskráningar til ökutækjaleiga nema 55% og 44% til almennra notkunar. Þetta kemur fram í tölum frá Bílgreinasambandinu.
Hlutdeild nýorkubíla 78%
Hlutdeild nýorkubíla hér á landi í sölunni það sem af er árinu er um 78%. Hreinir rafbílar eru með 30% hlutdeild, hybrid-bílar 24,8% og tengiltvinn-bílar 21,7%. Þess má geta að hlutdeild nýorkubíla er 92% í Noregi tölum sem birtar voru í vikunni.
Kia er söluhæsta bílategundin, alls 1545 bíla, sem erum 17,6% hlutdeild á markaðnum. Toyota kemur næst með alls 1121 bíla sem gerir um 12% hlutdeild. Tesla og Dacia koma í þriðja og fjórða sætinu með rúmlega 8% hlutdeild.