Sala Tesla í Bretlandi lækkaði um 60% í júlí, niður í 987 bíla, samkvæmt nýjustu gögnum frá Samtökum breskra bílaframleiðenda og söluaðila (SMMT). Alls dróst sala á nýjum bílum í Bretlandi saman um 5% á milli ára í júlí, samkvæmt SMMT.
Nú er áætlað að rafhlöðubílar muni standa undir 23,8% af nýskráningum árið 2025, sem er lítilsháttar hækkun frá fyrri spá SMMT upp á 23,5%.
Tesla hefur gripið til þess ráðs að hægt verði að leigja rafbíl frá Tesla fyrir rúmlega helmingi lægra verð en fyrir ári síðan. Tesla hefur neyðst til að bjóða leigufyrirtækjum afslátt upp á allt að 40% til að selja fleiri bíla að því er fram kemur í breskum fjölmiðlum.
Afslátturinn stafar einnig af skorti á geymslurými fyrir Tesla bíla í Bretlandi.