Nýskráningar fólksbifreiða 9.660 – aukning um 28,6% frá síðasta ári

Lestími: < 1 mín

Ekki hafa orðið miklar breytingar í nýskráningum fólksbifreiða á síðustu vikum.  Þó nokkur aukning er samt í þeim miðað við sama tíma á síðasta ári. Alls eru nýskráningar það sem af er árinu orðnar 9.660 sem er um 28,6% aukning var síðasta ári. Þetta kemur fram í tölum frá Bílgreinasambandinu.

Júlí söluhæsti mánuðurinn fram að þessu

Þegar árið til þessa er skoðað voru flestar nýskráningar í júlí, alls 493. Það sem af er ágústmánuði eru þær alls 122.  Flestar nýskráningar eru til ökutækjaleiga og nema þær  tæplega 54% en til almennranotkunar 46%.

Flestar nýskráningar eru í hreinum rafbílum, alls 3.064 bifreiðar sem er um 32% af heildar sölunni það sem af er árinu. Hybrid-bílar koma í öðru sæti með 24,3% hlutdeild og tengiltvinnbílar koma í þriðja sætinu með tæp 22% hlutdeild.

Flestar nýskráningar í Kia

Þegar einstakar bílategundir er skoðaðar eru flestar nýskráningar í Kia, alls 1.659 bifreiðar sem gerir um 17,2% hlutdeild á markaðnum. Toyota kemur í öðru sæti með 1.147 bíla og Tesla með 823 bíla í þriðja sætinu. Á eftir koma Dacia með 767 bíla, Hyundai með 713 og Skoda í fimmta sætinu með 490 bíla.

Deila grein: