Ekki gerlegt að ná markmiðum ESB um losun frá bílum árin 2030 og 2035

Lestími: < 1 mín

Helstu bílaframleiðendur í Evrópu hafa varað við því að það sé ekki lengur gerlegt að ná markmiðum ESB um losun frá bílum árin 2030 og 2035 samkvæmt gildandi reglum.

Í bréfi sem framleiðendur sendu til Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópu, 27. ágúst, kölluðu leiðtogar Samtöka evrópskra bílaframleiðenda og Samtök evrópskra bílavarahlutabirgja, CLEPA,  eftir sveigjanlegri regluverki fyrir stefnumótandi fund sem áætlaður er 12. september.

Ítreka stuðning sinn við að skipta yfir í nýorkubíla

Þó að framleiðendur hafi ítrekað stuðning sinn við að skipta yfir í rafhlöðubíla, lögðu þau áherslu á að auka þyrfti tækniúrvalið. Þau hvöttu stjórnmálamenn til að tryggja áframhaldandi stuðning við tengiltvinnbíla, bíla með drægniaukningu, vetnisbíla, kolefnishlutlaust eldsneyti og afkastamiklar brunahreyflar.

Leiðtogar iðnaðarins lýstu einnig yfir áhyggjum vegna fyrirhugaðra breytinga á útreikningi á notkunarstuðli tengiltvinnbíla og héldu því fram að strangar reglur gætu veitt framleiðendum utan Evrópu ósanngjarnt forskot.

Þá var ennfremur í bréfinu hvatt til þess að uppfærsla reglna um losun frá stórum ökutækjum yrði flýtt, en því var haldið fram að það væri ekki valkostur að bíða til ársins 2027 ef ESB ætlar sér í alvöru að draga úr kolefnislosun frá samgöngugeiranum.

Deila grein: