Nýskráningar fólksbifreiða komnar yfir tíu þúsund

Lestími: < 1 mín

Nýskráningar fólksbifreiða það sem af er árinu eru komnar yfir 10 þúsund.  Það er aukning um 28% á milli ára. Nýskráningar eru alls orðnar 10.116 á fyrstu átta og hálfum mánuðum þessa árs. Bílar til ökutækjaleiga nemur tæpum 52% og rúmum 47% til almennra notkunar. Þetta kemur fram í tölum frá Bílgreinasambandinu.

Markaðshlutdeild nýorkubíla um 80%

Þegar nýskráningar eru skoðaðar í heild sinni er markaðshlutheild nýorku bíla um 80%. Hreinir rafbílar eru með 33% hlutdeild, hybrid-bílar tæp 24% og tengiltvinnbílar 21,4%. Bensín-bílar eru með 11,6% hlutdeild og dísil-bílar 10%.

Flestar nýskráningar í KIA

Það sem af er árinu eru flestar nýskráningar í KIA, alls 1.676, sem gerir um 16,6% hlutdeild. Toyota kemur með í öðru sæti með 1.197 bíla sem erum 11,8% hlutdeild.  Nýskráningar í Tesla eru 938 bílar, í Dacia 772 og í Hyundai 731. Þessar bílategundir skera sig nokkuð úr en Skoda kemur í sjötta sætinu með 515 bíla.

Deila grein: