Bílaframleiðandinn Ford mun skera niður allt að 1.000 störf í rafbílaframleiðslu sinni í Köln í Þýskalandi vegna lítillar eftirspurnar að því er bandaríski bílaframleiðandinn sagði í yfirlýsingu.
Ford segir að í Evrópu sé eftirspurn eftir rafbílum enn langt undir spám. Ford mun því breyta framleiðslunni í verksmiðjunni í Köln í eina vakt frá janúar 2026 sem leiðir af sér uppsagnirnar. Fyrirtækið sagði að það myndi bjóða þeim sem verða fyrir áhrifum af uppsögnunum starfslokasamning í rafbílamistöð sinni í Köln.
Ford hefur verið að fara í gegnum erfiða endurskipulagningu í Þýskalandi, sem hefur haft áhrif á þúsundir starfa, þar á meðal í starfsstöð sinni í Köln, sem og verksmiðju í borginni Saarlouis sem er ætlað að loka.