Evrópska samgönguvikan hófst í þessari viku, og stendur til 22. september, en þema vikunnar er Samgöngur fyrir öll. Skilaboðin felast í hvatningu um að leggjast á eitt við að skapa aðgengilegt og öruggt samfélag fyrir alla – óháð hreyfigetu.
Frá árinu 2002 hafa ríki, borgir og bæjarfélög á Íslandi tekið þátt í samstilltu átaki sveitarfélaga í Evrópu til að ýta undir og vinna að sjálfbærum samgöngum. Það er gert með borgar- og samgönguskipulagi svo þægilegt og öruggt sé að ganga eða hjóla til og frá vinnu og heimilis.
Markmið vikunnar er að kynna íbúum í þéttbýli samgöngumáta sem eru allt í senn vistvænir, hagkvæmir og bæta heilsu fólks um leið og þeir hafa jákvæð áhrif á umhverfi og andrúmsloft.
Reykjavíkurborg hefur ávallt staðið fyrir viðburðum í þessari viku og hvatt borgarbúa til að velja heppilega ferðamáta. Íbúar geta til að mynda skoðað hvort breytilegur ferðamáti komi til greina, til að mynda að ganga einn dag í viku, hjóla eða fara með strætó.
Viðburði má nálgast á vefsíðum sveitarfélaga, auk Facebook síðu vikunnar.