Nýleg rannsókn leiddi í ljós að fólk finni meira fyrir bílveikiseinkennum í rafbílum sem kann ef til að koma fólki á óvart. Hvað veldur kunna einhverjir að spyrja og hvaða ástæður liggja þar að baki. Ein skýring sem bent hefur verið á er skortur á vélarhljóði, næmari bremsur og skarpari hröðun.
Umrædd rannsókn, sem unnin var í Kína, leiddi í ljós að þeir sem urðu bílveikir fengu alvarlegri einkenni í rafbílum en í bílum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Hannes Petersen, háls-, nef- og eyrnalæknir, sagði viðtali á RÚV um helgina það sannarlega komi til að fólk er að finna fyrir einkennum hreyfiveiki eða bílveiki í þessum rafbílum, frekar en bílum sem knúnir eru áfram með eldsneyti.
Einkenni bílveiki koma fram þegar skynfæri senda heilanum mismunandi skilaboð. Sem sagt, hreyfingin sem innra eyrað skynjar fer ekki saman við það sem önnur skynfæri eins og sjón og heyrn senda skilaboð um.
Hröðunarbreytingar eru skarpari í rafmagnsbílunum
Þá bent á þessar snöggu hreyfingar, það er hröðunin þegar bíllinn fer af stað og þegar bíllinn hægir á sér eða bremsar. Þessar hröðunarbreytingar eru skarpari í rafmagnsbílunum. Hvernig þeir hegða sér í beygjum, oft og tíðum, eru í þessum nýrri rafmagnsbílum fullkomnari aðstoðarkerfi sem lesa miðlínuna á veginum og hliðarlínuna þannig að þau eru jafnvel að taka yfir ef þú ert að beygja þá kemur örlítill hnykkur þegar þú ferð yfir miðlínuna á veginum. Sætin eru væntanlega örlítið meira hallandi því að það er verið að huga að þægindum þeirra sem ferðast í bílnum.
Þessi rannsókn var til umfjöllunar í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun og sagði Björn Kristjánsson, tækniráðgjafi hjá FÍB, að þetta koma einhverjum á óvart.
,,Þetta er áhugavert en raunin samt að fók er að upplifa bílveiki í rafbílum en í öðrum. Þar eru að spilast nokkrir þættir þarna saman. Það fyrsta er að við erum óvön að aka um í rafbíl. Ef ég myndi setja einhvern upp í venjulegan bíl í dag sem aldrei hefur setið í bíl þá má alveg búast við því að hann verði bílveikur. Sama þega ég myndi hoppa um borð í sikp, sem ég hef aldrei reynt áður, myndi ég sennilega verða sjóveikur,“ sagði sagði Björn.
Það kom fram í rannsókninni eins og áður koma fram að einkenni komi í ljós þegar skynfæri senda heilanum mismunandi skilaboð og hreyfingin sem innra eyrað skynjar fer ekki saman við önnur skinfæri eins og sjón og heyrn senda skilaboð um. Rafmagnsbíllinn er öðruvísi byggður og það hlýtur að spila inni í að einhverju leyti líka.
Hleðlsubremsur séu að miklu leyti að valda bílveikinni
,,Þetta snýst raunverulega um að vita hvað er að fara að koma. Þegar þú situr í bíl, ferð af stað, og þú veist að það er að koma hnykkur, þú bremsar og það kemur smá slynkur á þig. Í rafbílnum ferð þú mjúkt af stað og hemlar mjúkt niður. Mikið er rædd um þessar hleðlsubremsur séu að miklu leyti að valda bílveikinni þar sem þú gerir ekki ráð fyrir næstu skrefum í akstrinum. Þá eru augun og jafnvægisskynið ekki að spila almennilega saman og líkamninn fer allur í hnút sem er ekki nógu gott,“ sagði Björn.
Nú velta margir fyrir sér hvað bílaframleiðendur eru að gera í þessum efnum og finna lausnir. Er hægt að bregðast við þessu? Eru bílaframleiðendur rafmagnsbíla að spá eitthvað í bílveiki?
Já, heldur betur. Heilu deildirnar séu að velta þessu fyrir sér og koma með lausnir. Lykt í bílum getur þarna skipt máli svo eitthvað sé nefnt. Menn eru að reyna að búa til einhvern fyrirsjáleika fyrir ökumanninn og farþega, jafnvel með hljóðum, ljósum, líkja eftir bílvél og gírskiptingum. Fá þennan litla hnykk á sig sem maður heldur að skipti bara engu máli,“ sagði Björn Kristjánsson.