Mjög vel gekk að lagfæra skemmdir á varnargörðum og Hringveginum vestan Jökulsár í Lóni og og var umferð hleypt aftur á veginn undir kvöld sl. laugardag. Unnið var áfram að bráðabirgðavið svo umferð gat farið áfram um veginn
Óbundið slitlag er komið á um 150 metra kafla þar sem vegurinn fór í sundur í miklum vatnavöxtum í vikunni en stefnt er að því að klára frágang á veginum sem fyrst, vonandi í vikunni. Þetta kemur fram í viðtali við Gunnlaug Rúnar Sigurðsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Höfn, í samtali við mbl.is.
Vegurinn ætti að vera öllum bílum fær en á meðan enn er óbundið slitlag á kaflanum hefur hámarkshraði verið lækkaður niður í 30 kílómetra á klukkustund, meðal annars til að sporna gegn grjótkasti.