Vetrardekkjakönnun 2025

Lestími: < 1 mín

Vetrardekkjakönnunin 2025 er komin út. Hún er framkvæmd af Félagi norskra bifreiðaeigenda, NAF, sem er systurfélag FÍB í Noregi. Það kemur glöggt fram núna eins og áður í könnununum sem þessum að mestu skiptir að velja stundum gæði fram yfir verð. Það gæti borgað sig til skemmri og lengri tíma litið.

Lagt er mikið kapp á að könnunin gefi ítarlegar upplýsingar um mismunandi dekk og eiginleika þeirra. Sérfræðingar hver á sínu sviði kom að könnuninni og voru margvíslegir eiginleikar dekkjanna skoðaðir í mismunandi vetraraðstæðum í Svíþjóð og Finnlandi.

Hafa skal í huga að dekkið sem skorar hæst hverju sinni þarf ekki að vera besti kosturinn. Mælt er eindregið með því að ekki sé horft á heildareinkunnina, því gott getur verið að skoða niðurstöður í hverjum lið fyrir sig. Upplýsingarnar ættu að glöggva ökumenn um val á dekkjum fyrir komandi vetur.

Vetrardekkjakönnunin er aðgengileg félagsmönnum á heimasíðu www.fib.is

Deila grein: