Götulokanir vegna kvennaverkfalls

Lestími: < 1 mín

Götulokanir verða í gildi í miðborg Reykjavíkur vegna kvennaverkfallsins föstudaginn 24. október. Hluti miðborgarinnar verður lokaður akandi umferð frá tíu að morgni til fimm síðdegis. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 

Framkvæmdastjórn Kvennaárs boðar til verkfallsins en á föstudaginn verða fimmtíu ár liðin frá því að fyrsti kvennafrídagurinn var haldinn á Íslandi. Dagskrá kvennaverkfallsins í ár verður tvíþætt; fyrri hlutinn er söguganga um áfanga í kvennabaráttunni og sá seinni er útifundur við Arnarhól. 

Fjöldi kvenna og kvára tóku þátt útifundinum á Arnarhóli í fyrra og búast skipuleggjendur við enn meiri þátttöku í ár vegna tímamótanna.

Einhverjar raskanir verða á ferðum strætó en upplýsingar um þær eru sagðar verða aðgengilegar á heimasíðu Strætó í vikunni. Þá er fólk sem kemur á bíl í miðborgina hvatt til að nýta sér bílastæðahúsin.

Deila grein: