Mikil ófærð á höfuðborgarsvæðinu var í vikunni en aldrei áður hefur snjódýpt mælst meiri í Reykjavík á þessum árstíma. Snjór mældist 27 sentímetra djúpur samkvæmt mælingum veðurstofunnar. Fyrra Reykjavíkurmet á þessum árstíma var frá árinu 1921.
Nokkuð var um umferðaróhöpp en engar tilkynningar hafi borist um slys á fólki. Lögreglan kvaðst þakklát fyrir góða samvinnu viðbragðsaðila við krefjandi aðstæður í umferðinni. Allur tiltækur mannskapur lögreglu var að störfum og fékk aðstoð björgunarsveita. Almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu hvöttu fólk eindregið til að halda sig heima og vera alls ekki á ferðinni að nauðsynjalausu.
Göturnar voru eins og þvottabretti
Mjög þungfært var víðast hvar á götum höfuðuborgarsvæðisins, klakabrynjur mynduðust og göturnar voru eins og þvottabretti. Ökumenn líktu aðstæðum sum staðar eins og þeir væru að aka um á mjög slæmum sveitavegi. Margir hafa velgt því fyrir sér hvað þetta hefur áhrif á bílana.
Sigurður Svavar Indriðason, leiðtogi bílgreina hjá Iðunni – fræðslusetri iðnaðarins, sagði í samtali í Síðdegis útvarpinu á Bylgjunni að aðstæður sem sköpuðust í vikunni óvenju slæmar. Aðstæður voru verri en verstu fjallvegir. Þetta ástand hefur auðvitað áhrif á fjöðrunarbúnað bifreiðarinnar eins og gorma og á dempara.
Hjólabúnaður bifreiðarinnar verður fyrir miklu högg
,,Það verður bara mikið álag á þessa hluti í kringumstæðum sem þessum og þá alveg sérstaklega þegar ekki er keyrt varlega. Hjólabúnaður bifreiðarinnar verður fyrir miklu höggi. Sigurður sagðist gera ráð fyrir því að ef klakinn fari ekki að fara á næstum dögum í hlýjundunum þá munu verkstæði sjá töluvert af brotnum gormum, dömpurum og öðru. Vonandi varir þetta ástand stutt yfir. Það þarf kannski ekki að hafa miklar áhyggjur ef þú ert á nýjum eða nýlegum bíl og vel við við haldið. Það er einna helst eldri bílar með veikan búnað fyrir sem höndla ekki þetta ástand vel,“ sagði Sigurður Svavar.
Hann sagði ennfremur að dekkin gætu skemmst þegar ekið er of harkalega yfir ójafnan veg. Þá gæti hjólastaðan skekkst að einhverju leyti. Það eru alsskonar skoðanir á því hvaða dekk eru best í þessum aðstæðum. Það er í rauninni ekki til neitt rétt svar.
,,Þetta sé í rauninni háð, bæði ökutækjunum sem fólk er á, hvaða dekk eru undir bílnum, og í hvaða aðstæðum er ekið. Nagladekk virka kannski best við þær aðstæður sem hafa verið síðustu daga og verða kannski næstu daga. Það er klaki og samþjappaður snjór. Aftur á móti er þróunin í nýjum vetrardekkjum á síðustu árum þannig að þau eru ekki langt á eftir,“ sagði Sigurður Svavar.
Viðtalið í heild má nálgast hér







