BYD stefnir að því að selja allt að 1,6 milljónir ökutækja erlendis árið 2026

Lestími: < 1 mín

Kínverski rafbílaframleiðandinn BYD stefnir að því að selja allt að 1,6 milljónir ökutækja erlendis á næsta ári og tvöfalda þannig útþenslu sína á erlendum mörkuðum að því er fram kemur eftir stjórnarfund fyrirtækisins.

Sala erlendis upp á 1,5–1,6 milljónir ökutækja er aukning frá væntanlegri sölu utan Kína sem nemur 900.000 til 1 milljón ökutækja árið 2025,þar sem vöxturinn er knúinn áfram af kynningu á nýjum gerðum

Dreifing í sölunni erlendis hjá BYD er í jafnvægi milli mismunandi svæða, þar sem Evrópa, Norður-Ameríka og ASEAN [Samtök Suðaustur-Asíuríkja] eru hvert um sig með einn þriðja af heildarsölu erlendis árið 2025.

Stjórnendur BYD búast einnig við minnkandi fjármagnsútgjöldum

Stjórnendur BYD búast einnig við minnkandi fjármagnsútgjöldum á fjórða ársfjórðungi miðað við árið áður. Síðan er búist við verulegri lækkun árið 2026 í ljósi þess að framleiðslugeta ökutækja og rafhlaða ætti að geta mætt eftirspurn,“ sagði skýrslan.

BYD hefur byggt að minnsta kosti átta stórverksmiðjur víðs vegar um Kína á síðustu fimm árum. Fyrirtækið hefur verið að byggja erlendar verksmiðjur fyrir samsetningu á staðnum í löndum eins og Ungverjalandi og Brasilíu og er að skipuleggja þriðju verksmiðjuna fyrir Evrópu þar sem Spánn er helsti kosturinn

Deila grein: