Sjö af hverjum tíu landsmönnum hlynntir lagningu Sundabrautar

Lestími: < 1 mín

Niðurstaða Þjóðarpúlss Gallup sýnir að sjö af hverjum tíu landsmönnum sem taka afstöðu eru hlynntir lagningu Sundabrautar, milli Sæbrautar og Kjalarness. Einn af hverjum tíu er andvígur henni og tveir af hverjum tíu hvorki hlynntir né andvígir. Einn af hverjum tíu aðspurðra tekur ekki afstöðu.

Netkönnun Gallup var gerð dagana 22. október til 5. nóvember 2025. Heildarúrtaksstærð var 1.779 og þátttökuhlutfall var 44,1%. Einstaklingar í úrtaki voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup.

Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú

Á leiðinni milli Sæbrautar og Gufuness eru tveir meginkostir til skoðunar, brú eða göng. Landsmenn skiptast í tvær fylkingar þar sem rúmlega helmingur þeirra sem taka afstöðu telur ákjósanlegra að leiðin yrði göng og tæplega helmingur að hún yrði brú. Nær þrír af hverjum tíu taka ekki afstöðu.

Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru hlynntari því að þessi hluti leiðarinnar yrði göng á meðan íbúar landsbyggðarinnar eru hlynntari því að hún yrði brú. Fólk með hæstu fjölskyldutekjurnar er hlynntast göngum.

Þeir sem eru hlynntir lagningu Sundabrautar eru líklegri til að vilja að þessi hluti hennar verði brú á meðan þeir sem eru andvígir lagningu brautarinnar eru mun líklegri til að vilja að þessi hluti hennar verði göng.

Deila grein: