Innköllun á Jeep Hybrid bílum

Lestími: < 1 mín

Ísband hefur vakið athygli Húsnæðis og mannvirkjastofnun, HMS, á fyrirhugaðri innköllun á hybrid bifreiðum frá Jeep. Um er að ræða Jeep Wrangler árgerðir 2020-2025 og Jeep Grand Cherokee 2022-2026. Í einhverjum tilfellum geta rafhlöður ökutækjanna verið gallaðar og kviknað í þeim.

Ísband mun hringja í eigendur bifreiða sem á að innkalla. Eigendur þeirra bifreiða sem voru ekki fluttir inn af Ísband eru beðnir um að hringja í Ísband í síma 590 2300 eða hafa samband í gegnum isband@isband.is

Deila grein: