Á fyrstu ellefu mánuðum ársins voru nýskráningar fólksbifreiða á Íslandi 12.853. Á sama tíma í fyrra voru þær 9.406 þannig að nýskráningar eru 36,6% fleiri í ár en í fyrra. Yfir 80% nýskráninga er í nýorkubílum. Flestar er þær í hreinum rafbílum, 39%, hybrid-bílum 22,3% og í tengiltvinnbílum 20,1%. Þetta kemur fram í tölum frá Bilgreinasambandinu.
Sala á bílum sýnir örlítinn vöx í Evrópu
Bílasala í Evrópu á fyrstu tíu mánuðum ársins sýnir örlítinn vöxt það sem af er ári, en það eru mikil umskipti í gangi á markaðnum, sérstaklega varðandi orkugjafa. Nýskráningar fólksbíla í Evrópusambandinu hafa aukist um 1,4% samanborið við sama tímabil árið áður. Þetta er fjórði mánuðurinn í röð sem aukning er í sölu.
Sala á hreinum rafbílum er að aukast verulega. Salan jókst um 25,7% í Evrópusambandslöndunum frá janúar til október 2025. Markaðshlutdeild rafbíla í ESB er nú 16,4%, en hún var 13,2% á sama tíma 2024. Tengiltvinnbílar eru vinsælasti orkugjafinn og þeir halda áfram að vaxa, með 34,6% af markaðnum á fyrstu 10 mánuðum ársins.
Sala á bensín og dísilbílum dregst saman
Sala á bensínbílum í Evrópu hefur dregist saman um 18,3% og hlutdeild þeirra er nú 27,4% (var 34% árið áður). Salan á dísil bílum hefur dregist enn meira saman, um 24,5%, og markaðshlutdeildin er komin undir 10%.
Heildarsalan eykst hægt, en mikilvægustu breytingarnar eru þær að neytendur eru í auknum mæli að velja rafbíla og tvinnbíla, á meðan sala á bensín- og sérstaklega díselbílum dregst mikið saman.
Á fyrstu ellefu mánuðum ársins voru nýskráningar fólksbifreiða á Íslandi 12.853. Á sama tíma í fyrra voru þær 9.406 þannig að nýskráningar er 36.6% fleiri í ár en í fyrra. Yfir 80% nýskráninga er í nýorkubílum. Flestar er þær í rafbílum, 39%, hybrid-bílum 22,3% og í tengiltvinnbílum 20,1%.







