Volkswagen lokar verksmiðju í Dresden

Lestími: < 1 mín

Þýski bílarisinn Volkswagen, sem á í rekstrarerfiðleikum, hættir framleiðslu á bifreiðum á svæði sínu í Dresden frá og með morgundeginum. Þetta er í fyrsta skipti í 88 ára sögu bílaframleiðandans sem grípa þarf til lokunar verksmiðju í Þýskalandi.

Lokun framleiðslulínu verksmiðjunnar kemur á sama tíma og stærsti bílaframleiðandi Evrópu er undir þrýstingi vegna sjóðsstreymis sökum lítillar sölu í Kína og eftirspurnar í Evrópu, auk bandarískra tolla sem vega þungt á sölu í Ameríku. Þýskir fjölmiðlar greindu frá því í nóvember sl. að framleiðslan í Dresden væri hverfandi og framleiðslan þar yrði að lokum hætt.

Störfum fækkað um 35 þúsund fyrir árið 2030

Seint á síðasta ári tilkynnti fyrirtækið að það myndi fækka störfum um 35 þúsund í Þýskalandi fyrir árið 2030, jafnframt því að draga úr framleiðslugetu.

Núverandi verksmiðjusvæði verður leigt út til Tækniháskólans í Dresden til að stofna rannsóknarháskólasvæði fyrir þróun gervigreindar og annara verkefna henni tengdri.

Deila grein: