ESB slakar á kröfunni

Lestími: < 1 mín

Framkvæmdastjórn ESB hefur ákveðið að slaka á kröfunni um að allir nýir bílar skuli vera útblástursfríir frá 2035, en heldur fast í 90 prósenta samdrátt í útblæstri. Ákvörðunin er talin mikilvæg fyrir bílaðinaðinn, sérstaklega þess þýska, sem hefur barist fyrir þessu í langan tíma.

Vorið 2023 keyrðu aðildarríki ESB og Evrópuþingið í gegnum nýjar reglur um að allir nýir bílar skyldu vera útblástursfríir fyrir árið 2035. Nú í vikunni komu sem sagt önnur skilaboð frá framkvæmdastjórninni. Hún leggur nú til nýjan bílapakka þar sem enn má selja bíla með sprengihreyfli eftir 2035. Á sama tíma verður útblásturinn þó að minnka um 90 prósent fyrir árið 2035.

Raunsæ nálgun

Þetta þýðir að níu af hverjum tíu nýjum bílum árið 2035 verða rafdrifnir, eins og loftslagsstjóri ESB, Wopke Hoekstra, útskýrði á blaðamannafundi í Strassborg á þriðjudag. Afgangurinn verður aðallega tengiltvinnbílar (hybrid) og bílar sem ganga á lífdísil eða svokölluðu rafeldsneyti.

„Þetta er metnaðarfull en raunsæ nálgun, sem tekur tillit til bæði bílaiðnaðarins og loftslagsins,“ segir hann. Bakgrunnur málsins er bílaiðnaður í djúpri kreppu. Auk þess ætlar framkvæmdastjórnin að leggja áherslu á að auka framleiðslu á litlum rafbílum.

Fleiri lönd beittu þrýstingi

Það er ekki bara bílaiðnaðurinn sem hefur barist fyrir þessu. Fyrr í þessum mánuði báðu sex lönd, undir forystu Ítalíu og Póllands, framkvæmdastjórnina um að rýmka kröfuna um núllútblástur.

Framkvæmdastjórnin leggur einnig til að mýkja reglur fyrir vörubíla og þyngri ökutæki. Krafa um samdrátt í útblæstri lækkar þar úr 50 prósentum í 40 prósent fyrir árið 2030. Nýi pakkinn fer nú til meðferðar hjá aðildarríkjum ESB og Evrópuþinginu áður en hann verður endanlega samþykktur.

Deila grein: