562 nýkskráningar á fyrstu viku ársins – tengist hækkun vörugjalda um áramótin

Lestími: < 1 mín

Nýskráningar nýrra fólksbifreiða fóru óvenjulega vel af stað á nýja árinu. Á fyrstu vikunni voru nýskráningar 562 en á sama tíma í fyrra voru þær 118. Aukningin nemur 377%. Af hverju er svona mikil fjölgun í nýskráningum fólksbifreiða á fyrstu viku ársins, sérstaklega í Hyundai. Hvað býr þarna að baki?

Tengist fyrst og fremst hækkun vörugjalda um áramótin

,,Ástæða mikillar fjölgunar nýskráninga Hyundai fólksbifreiða í fyrstu viku ársins tengist fyrst og fremst hækkun vörugjalda um áramótin. Af þeim sökum var fjöldi bíla tollafgreiddur fyrir áramót, einkum bílaleigubílar, og þeir síðan skráðir og teknir í notkun í byrjun janúar. Hyundai vegur þar þungt þar sem merkið er með sterka stöðu á bílaleigumarkaði og um vinsælar og hagkvæmar gerðir er að ræða. Fjölgunin endurspeglar því tímasetningu tollafgreiðslu og skráninga frekar en skyndilega aukna eftirspurn á nýju ári,“ segir Gunnar Hólm Ragnarsson hópstjóri söludeildar hjá Hyundai.

Tengiltvinnbílar voru með tæp 69% hlutdeild í sölunni

Á fyrstu viku ársins voru nýskráningar fólksbifreiða í bílamerkinu Hyundai alls 348. Renault kom í öðru sæti með 55 bifreiðar og Toyota í þriðja sæti með 47.  Tengiltvinnbílar voru með tæp 69 % hlutdeild í sölunni í fyrstu viku þess árs.

Eins og komið hefur fram urðu um síðustu áramót urðu miklar breytingar á bæði styrkjum og vörugjöldum. Styrkur til kaupa á rafbíl lækkaði, vörugjöld bensín-, dísil- og tengiltvinnbíla (PHEV) hækkuðu og gengi krónunnar hefur verið að veikjast. Styrkyr til kaupa á nýjum rafmagnsbíl lækkaði úr 900 þúsundum í 500 þúsund.

Deila grein: