Grunnur steyptur að undir­stöð­um Ölfusár­brúar

Lestími: < 1 mín

ÞG Verk nýtti einmuna veðurblíðu í desember til að steypa undirstöður fyrir turn nýrrar Ölfusárbrúar sem rísa mun í Efri-Laugardælaeyju. Steypan var í sjálfu sér ekki umfangsmikil miðað við önnur steypuverkefni en markar nokkur tímamót þar sem þetta er fyrsta steypan í Efri-Laugardælaeyju.

Krefjandi undirbúningur

 Mikill og krefjandi undirbúningur liggur að baki því að hefja framkvæmdir í eyjunni enda þarf meðal annars að koma þangað stórvirkum vinnuvélum.

Í desember var akkúrat ár síðan fyrsta skóflustungan var tekin að verkinu. Skúli Sigvaldason, staðarstjóri ÞG Verks, sem heldur utan um um framkvæmdirnar við verkið segir framkvæmdir ganga mjög vel, allir verkþættir séu á áætlun. Með þessari steypu úti í eyju er þeim áfanga náð að byrjað er að steypa allar undirstöður fyrir Ölfusárbrú.

Deila grein: