30,3% aukning í nýskráningum

Lestími: < 1 mín

Rúmlega þriðjungs aukning er í nýskráningum fólksbifreiða á fyrstu níu mánuðum ársins.  Nýskráningar eru alls 10.615 bifreiðar en voru á sama tíma í fyrra 8.148. Nýskráningar skiptast nokkuð jafnt á milli bifreiða til almennra notkunar og til ökutækjaleiga. Þetta kemur fram í tölum frá Bílgreinasambandinu.

Nýskráningar nýorkubíla er um 80%

Nýskráningar nýorkubíla er um 80% það sem af er árinu. Þar eru hreinir rafbílar í fyrsta sæti með 34,9% hlutdeild. Þar á eftir koma hybrid-bílar með 23,1% hlutdeild og tengiltvinnbílar í þriðja sætinu 21%.

Flestar nýskráningar eru í KIA

Flestar nýskráningar eru í KIA, alls 1.723 bifreiðar sem er um 16,2% af markaðnum. Toyota kemur í öðru sæti með 1.241 bifreiðar og Tesla með 1.172 bifreiðar í þriðja sætinu. Þar á eftir koma Dacia með 776 bifreiðar og Hyundai með 743.

Deila grein: