Foreldrar með unga sína rölta yfir umferðargötu

Lestími: < 1 mín

Nú fer sá tími í hönd þegar foreldrar með unga sína hika lítið eða ekkert við að rölta yfir umferðargötur og þá skipta gangbrautir og gangbrautarljós engu máli.

Á myndinni má sjá þegar mjög stoltir foreldrar með fimm afkvæmi töldu góða hugmynd að fara í labbitúr yfir götu í Grafarholti þegar umferðin var talsverð. 

Bílar stoppuðu og gáfu þeim tíma, allt mjög fallegt, enda settust ungarnir á götuna til að hvíla sig aðeins.  Þá reyndi bílstjóri að skipta mjög varlega um akrein til að geta haldið áfram að vinna.  Það var ekki í boða og hópurinn hélt þá áfram.  Gæti verið til að fá meiri athygli og foreldrar að sýna fallegu afkvæmin.

Skilaboðin eru: Förum varlega.

Deila grein: