Aukning í nýskráningum fólksbifreiða nemur 41,5%

Lestími: < 1 mín

Fram til 27. desember voru nýskráningar fólksbifreiða á Íslandi orðnar 14.226 en voru á sama tíma í fyrra 10.056. Aukningin á milli ára nemur um 41,5%. Nýskráningar í desember eru orðnar 723. Það sem af er árinu er hlutdeild nýorkubíla tæp 83%. Kia, Tesla og Toyota eru söluhælstu bílategundirnar. Þetta kemur fram í tölum frá Bílgreinasambandinu.

Þegar horft er til Evróp hefur bílasla einkennst af stöðugum vexti, sérstaklega í rafbílum, þótt hefðbundnir blendingar (hybrid) séu enn vinsælasti kosturinn hjá mörgum. Hér eru nokkrara áhugaverðar staðreyndir um bílasölu ársins í Evrópu á árinu 2025.

Renault Clio söluhæsta módel Evrópu

Samkvæmt nýjustu gögnum hefur baráttan um efsta sætið verið hörð á milli nokkurra vinsælla bílategunda. Renault Clio hefur náð forystunni sem söluhæsta módel Evrópu það sem af er ári. Dacia Sandero fylgir fast á eftir í öðru sæti, vinsæll fyrir lágt verð og hagkvæmni. Volkswagen T-Roc er vinsælasti jepplingurinn og situr í þriðja sæti. Volkswagen Golf er enn meðal efstu bíla þrátt fyrir aukna samkeppni. Þótt salan á Tesla Model Yhafi aðeins dregist saman miðað við metárið 2023 er hann áfram meðal söluhæstu rafbílanna.

Stærstu bílaframleiðendurnir

Volkswagen Group (sem inniheldur VW, Audi, Skoda, Seat o.fl.) er áfram langstærsti bílaframleðandinn á markaðnum með um 27% hlutdeild. Þar á eftir koma Peugeot, Citroën, Opel,Renault,Dacia og Toyota.

Sala á hreinum rafbílum jókst verulega. Í nóvember var hlutdeild rafbíla í Evrópusambandinu komin í rúm 21%. Þrátt fyrir rafvæðingu eru tvinnbílar (Hybrid) enn vinsælasti orkugjafinn með tæplega 35% hlutdeild af nýskráningum.Sala á hreinum bensín- og dísilbílum heldur áfram að dragast saman, þar sem dísilbílar eru nú komnir undir 10% af heildarsölunni. Kínverskir framleiðendur á borð við BYD og MG halda áfram að sækja í sig veðrið og jókst sala þeirra mikið.

Deila grein: