Nýskráningar í fólksbifreiðum hér á landi það sem af er árinu eru 34,2% meiri en á sama tíma í fyrra. Nýskráningar alls eru 12.411 samanborið við 9.246 í fyrra. Hreinir rafbílar, hybrid og tengiltvinnbílar eru með yfir 80% markaðshlutdeild.
Á tæplega fyrstu ellefum mánuðum ársins er flestar nýskráningar í KIA, alls 1.832, sem er um 14,8% hlutdeild. Toyota er með 1.471 nýskráningar og Tesla með 1.469 í þriðja sæti.
Þegar litið er til nýskráninga fólksbifreiða innan Evrópusambandsins þá fjölgaði þeim um 1,4% á fyrstu tíu mánuði ársins 2025 miðað við sama tímabil í fyrra. Í október einum og sér var aukningin 5,8% sem er fjórði mánuðurinn í röð með aukningu.
Markaðshlutdeild rafbíla í Evrópu var 16,4% fyrstu 10 mánuði ársins
Markaðshlutdeild rafbíla í Evrópu var 16,4% fyrstu 10 mánuði ársins, sem er aukning frá 13,2% á sama tímabili í fyrra. Hybrid- og tengiltvinnbílar eru vinsælastir með 43,7% hlutdeild af markaðnum. Sala á bensín- og díselbílum hefur dregist verulega saman. Sala á bensínbílum minnkaði um 18,3% og díselbílum um 21,9% í október 2025 á milli ára.
Sala á Tesla bílum í Evrópu féll um 48% í október miðað við sama mánuð í fyrra. Sala á Volvo dróst einnig saman um 5,3%. Aftur á móti sýnir kínverski bílaframleiðandinn BYD skjótan framgang á evrópska rafbílamarkaðnum.







