Nýskráningar nýrra fólksbifreiða halda áfram að aukast. Skráningar þegar þrjár vikur eru eftir af þessu ári eru 13.218 en voru á sama tíma á síðasta ári 9.486. Aukningin á milli eru ára er því tæp 40%. Nýskráðir bílar í nýliðnum nóvember voru nærri 178% fleiri í en í sama mánuði í fyrra.
Aukninguna má einnig rekja til til fyrirhugaðra breytinga á sköttum og gjöldum sem taka gildi um áramót. Sumar tegundir bíla hækka í verði en aðrar lækka.
Um áramót hækka vörugjöld á ökutæki. Bílgreinasambandið gerir ráð fyrir verulegum skattahækkunum á tvinnbíla, tengiltvinnbíla, bíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti sem og á minni vörubifreiðar.
Skattlagning rafmagnsbíla mun hins vegar ýmist hækka eða lækka eftir því hvort vegur þyngra í heildarverði – annars vegar lægri rafbílastyrkur eða hins vegar niðurfelling 5% vörugjalds.
Eins og fram kom í FÍB-fréttum á dögunum hefur þessi aukning í nýskráningum ekki farið framhjá starfsfólki Samgöngustofu. Mikið álag hefur verið á starfsfólki stofnunarinnar á síðustu vikum vegna fjölgunar ökutækjaskráninga.







