Ben Sulayem endurkjörinn forseti FIA

Lestími: < 1 mín

Mohammed Ahmad Sultan Ben Sulayem var endurkjörinn forseti FIA, heimssamtaka bifreiðaeigendafélaga og bílaíþróttafélaga, á aðalfundi samtakanna sem haldinn var í Tashkent í Úsbekistan. Sulayem var fyrst kjörinn forseti FIA 2021 en hefur nú sitt annað fjögurra ára kjörtímabil.

Undanfarin fjögur ár hefur FIA gengið í gegnum víðtæka umbreytingu, bætt stjórnarhætti og jákvæður viðsnúningur hefur orðið í rekstri FIA á síðustu árum. Þessar breytingar hafa styrkt stöðu FIA í mótorsporti í heiminum á margan hátt eins og á sviði öryggis og sjálfbærni.

Sulayem þakkaði traustið sem honum hefði verið sýnt og sagði að FIA væri nú sterkara en nokkru sinni fyrr.

Þess má geta að Ben Sulayem kom í stutta heimsókn til Íslands sl. sumar. Auk þess að heimsækja höfuðstöðvar FÍB átti Ben Sulayem fund með forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur á Bessastöðum, stjórn FÍB og forystumönnum Landssambands íslenskra akstursíþróttafélaga.

Deila grein: