Kínverski bílaframleiðandinn BYD er stórhuga í markmiðum sínum en markviss stefna fyrirtækisins er að verða leiðandi rafbílaframleiðandi í Evrópu. Nú halda áformin áfram með nýjum höfuðstöðvum í Evrópu.
Til að forðast refsitolla ESB á kínverska rafbíla í fyrra brást BYD við með því að byggja nýjar verksmiðjur, meðal annars í Ungverjalandi. Nú ætlar bílaframleiðandinn að stækka starfsemi sína enn frekar í Ungverjalandi með því að setja á fót þar evrópskar höfuðstöðvar.
Höfuðstöðvarnar munu skapa 2.000 störf og verður miðstöð fyrir sölu, prófanir og þróun á nýjum staðbundnum útgáfum af ýmsum gerðum framleiðandans.
Mikilvæg ástæða þess að kínverski BYD eykur nærveru sína í Ungverjalandi er að ungversk stjórnvöld, greiddi atkvæði gegn refsitollunum og hafa auk þess viljað nálgast Kína efnahagslega.