Götulokanir á Menningarnótt

Lestími: < 1 mín

Menningarnótt nálgast óðum og undirbúningur er í fullum gangi. Viðbragðsaðilar hittust á fundi í síðustu viku og fóru yfir ýmis atriði sem tengjast þessari stærstu hátíð landsins.

Meðal þeirra sem sátu fundinn er lögreglan, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Strætó, Landspítalinn, Reykjavíkurmaraþon, Hopp, ásamt fulltrúum frá ferðaþjónustunni, félagsmiðstöðvum ásamt forvarnarfulltrúum. Þá voru einnig starfsmenn Reykjavíkurborgar sem sjá um skipulag hátíðarinnar og lokun gatna.

Viðtækar götulokanir verða í ár líkt og fyrri ár og var farið yfir hvenær þær taka gildi og aðgengi að miðborginni þar sem hátíðahöldin fara fram.

Lögreglan fór yfir öryggismálin og hvernig þeim verður háttað á meðan á hátíðinni stendur. Fulltrúi strætó fór yfir hvernig þjónustu verður háttað fyrir farþega sem vilja komast á hátíðarsvæðið.

Með samstilltu átaki allra aðila og upplýsingum um framkvæmd hátíðarinnar er miðað að því að hátíðin fari sem best fram.

Deila grein: