Í viðtali við Financial Times á dögunum var Lasse Kristoffersen, forstjóri Wallenius Wilhelmsen eins stærsta fyrirtækis í heimi í bílaflutningum á sjó, afdráttarlaus þegar hann talaði um gríðarlegan vöxt kínverskra bílaframleiðenda. Kristoffersen segir að ein af ástæðum vaxtarins sé að kínverskir bílaframleiðendur séu að endurnýja sig.
Kínverjar eru farnir frá því að vera leiðandi í kostnaði yfir í að verða leiðandi í tækni,“ segir hann í viðtalinu. Wallenius Wilhelmsen hefur verið þekkt um langt skeið fyrir mikil umsvif af því að flytja bíla til Kína.
BYD að smíða flota átta stórra bílaflutningaskipa
Í umfjöllun um málið kemur fram að nú sé skipafélagið að reyna að auka tekjur sínar með því að hjálpa nýjum kínverskum framleiðendum að hasla sér völl erlendis. Kristoffersen segir jafnframt að kínverski bílaframleiðandinn BYD sé að smíða flota átta stórra bílaflutningaskipa.
Þess má geta að Wallenius Wilhelmsen er að byggja stóra bílaaðstöðu í bílahöfninni í Drammen sem á að verða tilbúin árið 2027.







