Samhliða því að staðfest er að kínverksi bílaframleiðandinn BYD hafi farið fram úr Tesla í sölu rafbíla árið 2025, skrifar fjölmiðillinn Nikkei Asia að Kína hafi tekið við fyrsta sæti Japans á alþjóðlegum sölulista yfir bíla á síðasta ári.
Þetta er staða sem Japan hefur haft í meira en 20 ár, en Nikkei gerir ráð fyrir að kínverskir framleiðendur hafi selt um 27 milljónir bíla á síðasta ári, samanborið við 25 milljónir hjá þeim japönsku.
Það er Nikkei China sem stendur á bak við útreikningana, en þeir ná yfir bæði fólksbíla og atvinnutæki, og telja bæði sölu innanlands og útflutning. Þjóðerni framleiðenda ræðst af því hver á vörumerkið og þar sem um sameiginleg fyrirtæki er að ræða, skiptist salan til helminga.
Nikkei áætlar að heimamarkaður Kína standi undir um 70% af heildarsölu kínverskra framleiðenda. Bæði BYD og Geely teljast nú á meðal tíu stærstu bílaframleiðenda heims þegar mælt er í sölumagni.
Útflutningur hélt áfram að aukast
230 þúsund bílar voru seldirtil Afríku, sem er 32% aukning. Sama aukning var Rómönsku Ameríku og þar seldust 540.000 bílar sem er líka um 32% aukning. Blaðið gerir ráð fyrir að í Evrópu hafi selst 2,3 milljónir bíla á síðasta ári.
Japanskir framleiðendur náðu hámarki sínu árið 2018 með tæplega 30 milljónir bíla, en munu nú enda rétt undir árangri Kínverja. Þeir eru um þessar mundir að tapa markaðshlutdeild bæði í Bandaríkjunum og í Kína. Nikkei tekur fram að þetta magn sé byggt á greiningum en ekki endanlegum sölutölum.






