Nýr Skoda Enyaq með 539 km drægni

Lestími: < 1 mín

Sumarsýning Heklu var haldin um helgina og var nýr Skoda Enyaq kynntur til leiks. 

Skoda Enyaq hefur nú fengið nýtt útlit og er enn betur búinn en áður. Bíllinn kemur með fjórhjóladrifi og allt að 539 km drægni á rafmagni samkvæmt WLTP staðli. 

Bíllinn hefur 175 kW hraðhleðslu og nær allt að 80% hleðslu á einungis 28 mínútum. Nóg afl er í bílnum en gefið er upp að rafhlaðan skilar 286 hestöflum.

Enyaq er rúmgóður með allt að 585 lítra farangursrými. Mikil áhersla er lögð á þægindi en bíllinn er búinn rafknúnu ökumannssæti með nuddi.

Bíllinn býður einnig upp á lyklalaust aðgengi og snjallforrit sem gerir ökumanni kleift að forhita bílinn áður en lagt er af stað. Það getur verið mjög hentugt fyrir íslenska veturinn.

Deila grein: