Kallað eftir því að styrking krónunnar og lækkun á heimsmarkaði á olíu skili sér til íslenskra neytenda

Lestími: < 1 mín

Lækkun olíuverðs á heimsmarkaði koma seint og illa fram á Íslandi.  Seðlabankastjóri hefur einnig kallað eftir því að styrking krónunnar og lækkun heimsmarkaðsverðs á olíu skili sér til íslenskra neytenda. Þetta kom fram í umfjöllun um málið í kvöldfréttum RÚV.

Forstjóri N1 segir í skriflegu svari við fréttastofu RÚV að félagið hafi ítrekað verið fyrst félaga hér á landi til að lækka verð. Á síðustu þremur mánuðum hafi fyrirtækið lækkað það sjö sinnum.

Þróun eldsneytisverðs á Íslandi hafi að mestu leyti verið í takt við það sem gerist á Norðurlöndunum, til að mynda í Noregi. Ef heimsmarkaðsverð haldist stöðugt eða lækki áfram megi gera ráð fyrir áframhaldandi lækkunum hér á landi.

Fram kom í umfjöllun á RÚV að verðlagning á bensíni hafi fylgt eftir sveiflum á heimsmarkaði nokkuð nákvæmlega frá áramótum samkvæmt samantekt Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB.  Almennt hefur verð farið lækkandi á síðustu mánuðum. Minni sveiflur eru aftur á móti á bensíni hér á landi þrátt fyrir styrkingu krónunnar á sama tíma.

Sjá umfjöllun RUV um málið.

Deila grein: