Slæmar vikur fyrir Stellantis samstæðuna

Lestími: 2 mín

Stellantis samstæðan hefur upplifað fjölda áfalla undanfarna mánuði, með innköllunum sem hafa áhrif á vörumerki hennar. Ekkert lát virðist á innköllunum en á síðustu vikum hafa tugi innkallanna verið tilkynntar.

Stellantis N.V. er fjölþjóðlegt bílaframleiðslufyrirtæki sem varð til árið 2021 við samruna franska PSA Group og Fiat Chrysler Automobiles (FCA). FCA var sjálft stofnað með samruna ítalska Fiat og bandaríska Chrysler, sem lauk í áföngum á árunum 2009 til 2014. Höfuðstöðvar Stellantis eru í Hoofddorp í Hollandi.

Nú í þessari viku er að finna innkallanir í evrópska Safety Gate kerfinu fyrir Citroen og Peugeot. Ein innköllun hefur verið gefin út á eftirfarandi tegundir: Alfa Romeo, BMW, Chevrolet, Fiat, Lamborghini, Mini, Opel og Porsche. Í gegnum þýska KBA eru Alfa Romeo, Citroen, DS Automobiles, Ferrari, Fiat, Jeep, Lancia, Mercedes-Benz, Opel og Peugeot að innkalla bíla.

Stór innköllun nú í ágúst

Sem dæmi má nefna að í vor var gefin út innköllun vegna sæta í sendibílum. Í júní fannst vandamál með hættulega loftpúða í Citroën C3 og DS3 gerðunum, sem varð til þess að framleiðandinn sendi frá sér bráðabirgðaviðvörun um að hætta að nota bílana þar til þeir hafa verið yfirfarnir.

Síðan kom annað áfall í júlí.1,5 BlueHDi vélarnar voru með ótímabært slit á kambásskeðjunni, sem hefur áhrif á meira en 1 milljón bíla. Ef ekki er  brugðist við í tæka tíð gæti það valdið keðjubroti og eyðileggjandi snertingu á milli stimpla og ventla, sem að lokum veldur vélarskemmdum.

Til að bæta gráu ofan á svart birtist enn ein stór innköllun nú í ágúst, sem hefur nú áhrif á 8 vörumerki úr eignasafni Stellantis samstæðunnar (Alfa Romeo, Citroen, DS, Fiat, Jeep, Lancia, Opel, Peugeot. Að þessu sinni er vandamálið eldhætta, sem gæti leitt til eldsneytisleka á milli háþrýstidælunnar og eldsneytisdreifikerfisins.

Öllum vandamálunum sem nefnd eru hér að ofan er hægt að bregðast við með því að fara með bílinn á viðurkennda þjónustumiðstöð viðkomandi vörumerkis. Því hafa viðgerðarmenn  á viðurkenndum verkstæðum Stellantis samstæðunnar haft í nógu að snúast.

Stellantis að bregðast við þessum óheppilegu atburðum á ábyrgan hátt

Fram kemur að mikilvægt er að hafa í huga að Stellantis samstæðan er að bregðast við þessum óheppilegu atburðum á ábyrgan hátt og leggur sig fram um að upplýsa bíleigendur í gegnum þjónustumiðstöðvar sínar, fjölmiðla og viðkomandi evrópsk og innlend yfirvöld.

Deila grein: