Nýskráningar fólksbifreiða 11.448 – aukningin nemur 28,6%

Lestími: < 1 mín

Það sem af er árinu eru nýskráningar fólksbifreiða 11.448. Á sama tíma í fyrra voru þær 8.900 og er því aukningin á milli ára um 28,6%. Nýskráningar til almennra notkunar er 52% en til ökutækjaleiga 48%. Þetta kemur fram í tölum frá Bilgreinasambandinu.

Yfir 80% nýskráninga í nýorkubílum

Þegar einstakur orkugjafi er skoðaður eru hreinir rafbílar með 36% hlutdeild, alls 4.127 bifreiðar. Þar  á eftir koma hybrid-bílar með 22,4% hlutdeild, alls 2.568 bifreiðar. Í þriðja sætinu eru tengiltvinnbílar með 21,1% hlutdeild, alls 2,420 bifreiðar.  Nýorkubílar eru þannig með yfir 80% nýskráningar fólksbifreiða á fyrstu tíu mánuðum ársins.

KIA er með flestar nýskráningar, 1.785 bíla sem er um 15,6%  hlutdeild af markaðnum. Toyota er í öðru sæti með 1.397 bifreiðar og Tesla með 1.196 bifreiðar í þriðja sætinu.

Deila grein: