Askja,notaðir, notaðir bílar, krókháls

Nýskráningar fólksbifreiða voru 14.556 á árinu 2025

Lestími: < 1 mín

Nýskráningar nýrra fólksbifreiða á árinu 2025 voru 14.556. Á árinu 2024 voru nýskráningar alls 10.241 þannig að aukningin á milli ára nemur 42,1% að því er fram kemur í tölum frá Bílgreinasambandinu.

Hlutdeild nýorku bíla í heildarsölunni var rúm 83%

Hlutdeild nýorku bíla í heildarsölunni var rúm 83%. Nýskráningar rafmagnsbíla voru alls 5.995 sem er um 41,2% hlutdeild af markaðnum. Hybrid bílar koma í öðru sæti með 3.146 nýskráningar og tengiltvinnbílar í þriðja sæti með 2.933 bifreiðar.

Sala að bensín- og dísilbílum minnkaði verulega

Nýskráningar dísilbíla voru alls 1.242 og bensílbíla 1.240  á árinu 2025 sem er mun minni sala en frá árinu áður.

KIA var söluhæsta bílategundin

KIA var söluhæsta bílategundin á árinu 2025. Alls seldust af þessari tegund 2.004 bifreiðar sem gerir um 13,8% hlutdeild. Tesla kemur í öðru sæti með 1.901 bíla og Toyota í þriðja sætinu með 1.737 bíla.

Deila grein: