Öryggisatriði að fjarlægja hjartalaga umferðarljós

Lestími: < 1 mín

Vegagerðin hefur óskað eftir því við Akureyrarbæ að hjartalaga umferðarljós í bænum verði tekin niður. Í erindi Vegagerðarinnar segir að kvartanir hafi borist vegna ljósanna. Þá standist þau ekki kröfur um umferðarmerki eða umferðaröryggi.

Vegagerðin hefur sent Akureyrarbæ erindi þar sem óskað er eftir því að hjartalaga umferðarljós verði tekin niður. Í bréfinu segir að kvartanir hafi borist vegna ljósanna og málið hafi verið tekið fyrir innanhúss hjá Vegagerðinni.

Niðurstaða skoðunar sé sú að ljósin standist hvorki kröfur um umferðamerki né umferðaröryggi. Af öryggisástæðum og til að fyrirbyggja slys sé farið fram á að hjartaljósin verði fjarlægð úr umferðarljósum.

Bent er einnig á að ljósin séu vinsælt myndefni meðal ferðamanna og við þær aðstæður geti skapast hættur. Auk þess séu ljósin líklegri til þess að draga athygli ökumanna frá akstrinum, sem sé sérstaklega varhugavert á fjölförnum vegamótum.

Deila grein: