Brunar í rafbílum sjaldgæfir í Svíþjóð

Lestími: < 1 mín

Rafhlöðuknúnum bílum fjölgar stöðugt á vegunum í Svíþjóð en fjöldi brunatilvika eykst alls ekki jafn hratt.  Fram kemur í skýrslu MSB ,sænsku almannavarnarstofnunarinnar, að mjög  mikilvægt sé að hlaða rafhlöður á öruggan hátt

Brunar í rafbílum geta skapað miklar hættur en tölur frá nokkrum löndum, þar á meðal Svíþjóð, hafa sýnt að þeir eru afar sjaldgæfir.

Nú hafa borist nýjar tölur frá MSB sem sýna að fjöldi brunatilvika hefur fækkað í hlutfalli við fjölda raf- og tvinnbíla á vegunum.

Á síðasta ári urðu 40 brunar í fólksbílum með raf- eða tvinnorkudrifi. Samsvarandi tala fyrir árið 2023 voru 38 brunar. Á sama tíma hefur fjöldi raf- og tvinnorkuknúinna fólksbíla í umferð aukist um 14 prósent.

Í skýrslunni kemur fram að í nokkrum tilfellum kviknaði í rafbílunum á ferð af óþekktum orsökum. Í öðrum tilfellum kviknaði í bílunum þegar þeir stóðu kyrrir, bæði með og án yfirstandandi hleðslu.

Margir þeirra bruna sem urðu í rafknúnum ökutækjum áttu sér stað í rafmagnshlaupahjólum og rafmagnshjólum. Þess vegna er mjög mikilvægt að hlaða rafhlöður á öruggan hátt og hafa virkan reykskynjara heima. Helst ekki hlaða rafhlöðu reiðhjóls eða rafmagnshlaupahjóls í forstofunni þar sem forstofan er oftast flóttaleið

Deila grein: