Góð sala í rafbílum í Danmörku

Lestími: < 1 mín

Met var slegið í sölu á nýjum fólksbílum í Danmörku í septembermánuði.  Annars vegar var það mánuðurinn þar sem flestir nýir rafbílar voru seldir, og hins vegar var það mánuðurinn þar sem hlutfall rafbíla var hæst, bæði meðal einstaklinga og annara aðila.

Eftir því sem rafbílar verða normið eru fleiri sölumet slegin. September sló metið yfir flesta selda rafbíla, met sem aðeins hafði staðið frá júní. Alls  voru seldir 12.992 nýir rafbílar.

Tesla Model Y tók aftur fyrsta sætið

Þetta var einnig mánuður þar sem gamall og góður kunningi sneri aftur á toppinn. Tesla Model Y tók aftur fyrsta sætið og það með skýrum mun á næst mest skráða bílinn, Skoda Elroq. Tékkneski bíllinn er þó enn mest seldi bíll ársins þegar allir mánuðir eru teknir saman.

Deila grein: