Í Noregi ríkir bjartsýni sem endurspeglast í sölu nýrra fólksbíla sem við upphaf ágústmánaðar hafði hækkað um heil 25,6% í rúmlega 85.000 eintök. Skoda Enyaq og Tesla Model Y eru söluhæstu bílarnir í Noregi.
Alveg eins og undanfarin ár er Tesla Model Y mjög líkleg til að verða vinsælasta bílgerð ársins. Samkvæmt mánaðarlegri tölfræði OFV leiðir Tesla einnig vörumerkjasamkeppnina, en með minni mun á Volkswagen en í fyrra.
Kínversk bílamerki verða sífellt sterkari
Enn athyglisverðara er hins vegar að kínversk bílamerki verða sífellt sterkari og enduðu með 18,8% af heildar sölumagni í júlí. Þrjú merki, MG, BYD og Xpeng voru með 14% hlutdeild af sölu. Það þýðir aftur að bæði MG og BYD voru á topp-tíu listanum og BYD Sealion 7 endaði í fjórða sæti í júlí, besta staðan sem vörumerkið hefur nokkru sinni náð í Noregi.
Samanlagt er hlutur Kína-bíla enn 13,2%, en það getur breyst hratt. Samanlagt nálgaðist hlutfall rafbíla á fyrstu sjö mánuðum ársins 92%. Hlutfall bílkaupenda sem velja bíla með fjórhjóladrifi jókst aftur og endaði í heilum 81% í júlí.