Áætlanir um lengingu Sundabakka vegna Sundabrautar

Lestími: 2 mín

Með nýjum áformum um Sundabraut, sem nú er í umhverfismatsferli, þar sem líklegt er að Sundabrú yfir Kleppsvík verði fyrir valinu, mun Vogabakki skerast í tvennt til móts við Holtaveg. Dregur það verulega úr lengd hafnarbakka í Sundahöfn og skerðir afkastagetu hafnarinnar. Til að mæta þeirri skerðingu hyggjast Faxaflóahafnir lengja Sundabakka enn frekar. Áætlanir um lengingu Sundabakka vegna Sundabrautar hafa verið birtar í samráðsgátt.

Í mars 2022 lauk umhverfismatsferli vegna landfyllinga og dýpkunar í Sundahöfn í Reykjavík. Fól það í sér lengingu Skarfabakka, nýjan Kleppsbakka, lengingu Sundabakka, lengingu Vogabakka, landfyllingu við Klettagarða og dýpkun á sjávarbotninum meðfram öllu hafnarsvæðinu. Áætlanir um lengingu Sundabakka vegna Sundabrautar hafa verið birtar í samráðsgátt.

Breytingin frá fyrra umhverfismati er að Sundabakki verður lengdur um 230 m frá fyrri áætlunum, og myndast við það 4,9 ha viðbótarlandfylling. Áætlað efnismagn sem þarf í landfyllinguna er um 700.000 m3.

Gæti það að efni fengist frá verktökum úr framkvæmdum af höfuðborgarsvæðinu, keypt úr námum frá Björgun eða af dýpkunarsvæðinu sem var til umfjöllunar í umhverfismatsferlinu sem lauk árið 2022, ef dýpkunarframkvæmdir verða í gangi á sama tíma.

Sundabraut hefur verið á aðalskipulagi Reykjavíkur frá 1984

Í áratugi hefur verið talað um að Sundabraut yrði gríðarleg samgöngubót, sem hún sannarleg mun verða. Miklar umræður hafa farið fram um smíði hennar og flestir eru sammála um ágæti slíkra framkvæmda. Saga hennar er með ólíkindum en Sundabraut hefur verið á aðalskipulagi Reykjavíkur frá 1984 en hafist var handa við undirbúning hennar í desember 1995.

 Vegagerðin og embætti borgarverkfræðings í Reykjavík komu þá fyrst með tillögur að staðsetningu vegarins ásamt gerð hans og var karftur settur í frumhönnun og rannsóknir á árunum 1995 til 2003 við fyrsta áfanga verksins, að mestu leyti. Eftir þetta gerðist fátt. Í október 2023 varð hins vegar náð mikilvægum áfanga í undirbúningi þessarar framkvæmdar. Áætlanir gera ráð fyrir því að Sundabraut opni árið 2031.

Deila grein: