Breiðholtsbraut á milli Jaðarsels og Vatnsendahvarfs verður lokuð fyrir allri umferð frá klukkan 01.00 aðfaranótt laugardagsins 8. nóvember til klukkan 05.00 aðfaranótt mánudagsins 10. nóvember. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni en ástæða lokunarinnar er steypuvinna á nýrri brú yfir brautina.
Að steypuvinnu lokinni þarf mögulega að takmarka umferð um brautina en nánari tímasetningar verða tilkynntar síðar.
Þá hefur hámarkshraði um framkvæmdasvæðið verið lækkaður í 30 kílómetra á klukkustund á meðan unnið er við brúna.
Þegar umferð verður hleypt undir hana á ný verða hæðatakmarkanir fyrst um sinn 4 metrar á meðan steypan er að ná styrk en verður síðan hækkaðar í 4,2 metra. Vegagerðin brýnir fyrir verktökum og flutningsaðilum að virða þetta.







