Framkvæmdir á Höfðabakka halda áfram

Lestími: 2 mín

Framkvæmdir við Höfðabakka halda áfram fram á vetur þar sem bæði er verið að endurnýja umferðarljós og bæta göngu- og hjólastíga. Markmiðið er að auka öryggi, bæta aðgengi og tryggja betra flæði fyrir alla vegfarendur.

Verkefnið felur í sér endurnýjun umferðarljósa á öllum helstu gatnamótum Höfðabakka; við Stórhöfða, Dvergshöfða, Bíldshöfða, Bæjarháls og við Höfðabakkabrú á gatnamótum við Vesturlandsveg. Jafnframt er verið að bæta gönguleiðir, kantsteina, lýsingu og miðeyjar til að gera svæðið öruggara og aðgengilegra fyrir gangandi og hjólandi alla vegfarendur.

Gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls komnar langt á veg

Á vef Reykjavíkurborgar kemur fram að framkvæmdir hófust við gatnamót Höfðabakka og Bæjarháls í sumar og eru komnar langt á veg. Ljósastýring hefur verið sett upp og gönguleiðir endurbættar. Stefnt er á að ljúka verkinu nú í nóvember. Á Höfðabakkabrú, þar sem unnið hefur verið að endurnýjun umferðarljósa og frágangi gangstétta, stendur aðeins eftir lokafrágangur sem einnig verður unninn í nóvember. 

Á gatnamótum við Dvergshöfða og Stórhöfða halda framkvæmdir áfram. Við Dvergshöfða hefur umferðarljósum verið skipt út. Við Stórhöfða er unnið að ídrætti lagna, frágangi stétta og uppsetningu skilta, auk þess sem nýir ljósastaurar verða settir upp og eldri teknir niður.

 Áætlað er að framkvæmdum á þessum tveimur gatnamótum ljúki í desember. Uppsetning á nýrri ljósastýringu fer fram þegar frágangi lýkur á báðum gatnamótum. Norðar á Höfðabakka, við gatnamótin við Bíldshöfða, eru framkvæmdir skemmra á veg komnar. Þar er unnið við að koma ídráttarrörum og brunni frá stjórnkassa í miðeyjur.

Stýringin tekur mið af umferðarflæði á hverjum tíma

Þegar framkvæmdum við öll fimm gatnamótin verður lokið mun öryggi og flæði umferðar á Höfðabakka hafa batnað verulega, bæði fyrir gangandi, hjólandi og akandifyrir alla  vegfarendur. Eldri umferðarljósabúnaður var kominn vel til ára sinna. Nýr búnaður býður upp á rauntímastýringu umferðarljósanna þannig að stýringin tekur mið af umferðarflæði á hverjum tíma.

Samhliða framkvæmda við endurnýjun búnaðar er unnið að ýmiskonar lagfæringum til að bæta aðgengi og öryggi vegfarenda sem Verkefnið er hluti af heildstæðu átaki Reykjavíkurborgar til að eflira umferðaröryggi og vistvænar samgöngur og styrkir tengingar innan Höfðabakkasvæðisins sem gegnir mikilvægu hlutverki í atvinnulífi borgarinnar að því er fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Deila grein: