Innviðirnir hafa verið látnir grotna niður vegna ónógra fjárfestinga

Lestími: 2 mín

„Í svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Jóns Gunnarssonar um skatta og gjöld voru aðeins teknir fyrir þeir skattar og gjöld á ökutæki sem á sínum tíma voru eyrnamerktir vegagerð og reyndar aðeins annað bensíngjaldið. Þessi gjöld hafa því enga beina tengingu við vegagerð nú,“ segir Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB í samtali við Morgunblaðið um helgina, enda hafi ákvæði um tengingu skatta og gjalda við vegaframkvæmdir verið fellt úr gildi árið 2016.

Hann er gagnrýninn á framsetningu í frétt Morgunblaðsins sl. miðvikudag þar sem ekki hafi öll gjöld og skattar af umferð verið tínd til, en fréttin byggðist á svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Jóns. Ekki hafi verið spurt um ýmsa gjaldaliði af umferðinni og því hafi ekki öll kurl komið til grafar í svari ráðuneytisins við fyrirspurninni. Kolefnisgjald hefur hækkað mikið Runólfur bendir á að eftir árið 2016 hafi kolefnisgjald verið lagt á bifreiðaeigendur sem hækkað hafi um tugi prósenta á milli ára, einnig hafi bifreiðagjald hækkað verulega. Rétt hefði verið að miða við stöðuna eins og hún er nú, en ekki fyrir áratug.

Verið að taka ríflegar tekjur af akstri og umferð fyrir þær framkvæmdir sem farið er í á hverjum tíma

„Við bendum á að það er verið að taka ríflegar tekjur af akstri og umferð fyrir þær framkvæmdir sem farið er í á hverjum tíma. Í tölunum í svari fjármála- og efnahagsráðherra eru aðeins teknar beinar skatttekjur, en því sleppt að taka með í reikninginn t.d. áhrif virðisaukaskatts af bifreiðakaupum, orku- og eldsneytiskaupum, þjónustu, umsýslu og öðrum þeim gjöldum sem falla til vegna bifreiðanotkunar. Samanlagt er útlit fyrir að tekjurnar sem ríkið hefur af ökutækjum verði yfir 100 milljarðar í ár, en miðað við fjárlagafrumvarpið sem núna liggur fyrir mun innan við helmingur af tekjum hins opinbera af umferðinni renna til innviðauppbyggingar, en innviðirnir hafa verið látnir grotna niður vegna ónógra fjárfestinga á liðnum árum,“ segir Runólfur.

 Aukin útgjöld bíleigenda Hann nefnir að boðað sé í fjárlagafrumvarpinu að leggja eigi á kílómetragjald sem leiða muni til hækkunar útgjalda hjá mörgum bifreiðaeigendum.

„Þeir sem eru með tengiltvinnbíla í dag borga tvær krónur á kílómetrann, en ef áformin ganga eftir má ætla að þeir greiði um sjö krónur á hvern ekinn kílómetra á næsta ári,“ segir Runólfur og nefnir að á móti eigi jarðefnaeldsneyti að lækka,“ segir Runólfur.

Kjarni málsins sé að allt of lágt hlutfall af tekjum ríkisins af umferðinni fari í uppbyggingu samgönguinnviða

Gengið verði eftir því að svo verði. Hann telur þó að kílómetragjald sé sanngjarnara en vegatollar sem hugmyndir hafi verið uppi um. Kjarni málsins sé að allt of lágt hlutfall af tekjum ríkisins af umferðinni fari í uppbyggingu samgönguinnviða. Betur má ef duga skal „Við viljum sjá hressilegt átak í uppbyggingu samgönguinnviða.

En betur má ef duga skal

Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu á að bæta aðeins í, en betur má ef duga skal. Það verður spennandi að sjá hvaða hugmyndir stjórnvöld eru með um innviðafélag og hvernig menn ætla að útfæra þær. Vegakerfið er æðar samfélagsins, það þarf að viðhalda vegunum ef halda á landinu í byggð og tryggja þjónustu sem víðast,“ segir Runólfur.

Deila grein: