Klæða síðasta malarkafl­ann á Norð­austur­vegi

Lestími: < 1 mín

Framkvæmdir eru hafnar við uppbyggingu 7,6 km kafla á Norðausturvegi (85) um Brekknaheiði. Þetta er síðasti malarkaflinn á Norðausturvegi og eftir að framkvæmum lýkur verður hægt að aka á bundnu slitlagi frá Egilsstöðum alla leið til Þórshafnar.

Verkið ber heitið Norðausturvegur (85) um BrekknaheiðiLanga­nesvegur – Vatnadalur. Samið var við Skútaberg ehf. á Akureyri en áætlaður kostnaður er um 860 milljónir króna. Framkvæmdin felst í gerð Norðausturvegar á um 7,6 km kafla á Brekknaheiði.

Sigvaldi Már Guðmundsson, eftirlitsmaður nýframkvæmda hjá Norðursvæði Vegagerðarinnar, segir í viðtali við Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar að ástandið á gamla veginum hafa verið orðið ansi aumt, hann er leiðinlega mjór og erfitt fyrir flutningabíla að mætast. Malarslitlagið er líka orðið lélegt og versnaði til muna í sumar vegna aukinnar umferðar sem tengdist framkvæmdinni.

Íbúar á svæðinu hafa beðið lengi eftir þessari uppbyggingu

,,Íbúar á svæðinu hafa beðið lengi eftir þessari uppbyggingu, enda var hún ein af forsendum sameiningar sveitarfélaganna árið 2006 þegar Langanesbyggð varð til með sameiningu Þórshafnarhrepps og Skeggjastaðahrepps.

Deila grein: