Lögregla biður ökumenn um að sýna kurteisi og þolinmæði í þungri umferð haustmánaða. Þá bendir hún ökumönnum á að aka ekki áfram á umferðarljósum ef ólíklegt er að þeir nái yfir gatnamótin áður en grænt ljós verður að rauðu.
Morgun- og síðdegisumferð hefur verið mjög þung á höfuðborgarsvæðinu frá því upphafi vikunnar eftir að framhalds- og háskólar byrjuðu á ný eftir sumarleyfi.
Árni Friðleifsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í umferðardeild, í samtali við RÚV mikilvægt að ökumenn gefi sér meiri tíma í ferðir á milli staða og séu kurteisir í umferðinni. Sem dæmi nefnir hann að mikilvægi þess að hleypa öðrum ökumönnum inn í umferðina þegar við á.
„Almenn þolinmæði og kurteisi. Það væri hið besta mál ef allir væru svoleiðis. Gatnakerfið er ekki að anna öllum þessum bílum sem eru í umferðinni,“ segir Árni