Reykjanesbraut tvöföld milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar

Lestími: < 1 mín

Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra, Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, og Valdimar Víðisson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, opnuðu formlega tvöföldan vegkafla á Reykjanesbraut milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns í dag.

Þetta var eini kaflinn á Reykjanesbraut frá Hafnarfirði að Fitjum í Reykjanesbæ sem eftir átti að tvöfalda. Meðaltalsumferð á Reykjanesbraut í fyrra var 21.400 bílar á dag samkvæmt Vegagerðinni.

Vegurinn var breikkaður í 2 +2 aðskildar akreinar, breytingar gerðar á mislægum gatnamótum við álverið í Straumsvík og útbúnar vegtengingar að Straumi og Álhellu. Einnig voru gerð undirgöng fyrir gangandi og hjólandi rétt austan við álverið sem og eftirlitsstaðir fyrir umferðareftirlit beggja megin Reykjanesbrautar, austan við Straumsvík.

Deila grein: