Umferð dróst tals­vert saman á Hring­vegin­um í októ­ber

Lestími: < 1 mín

Umferðin á Hringvegi í október dróst talsvert mikið saman eða um 2,5 prósent. Þetta er annar mánuðurinn í röð þar sem umferð minnkar og fjórði mánuðurinn á árinu. Nú er útlit fyrir að umferðin í ár aukist lítillega eða um 0,5-1,0 prósent sem er mun minna en umferðin hefur aukist að meðaltali liðin ár. Þetta kemur fram í tölum frá Vegagerðinni.

Milli mánaða 2024 og 2025
Talsverður samdráttur, varð í umferð um Hringveginn, í nýliðnum mánuði, ef marka má 16 lykilteljara á Hringvegi (2,5%). Samdráttur varð í þremur landssvæðum af fimm. Mest dróst umferð saman um Suðurland (-5,1%) en umferð jókst um Vesturland (1,6%) og Norðurland (3,8%).

Mest dróst umferð saman um mælisnið á Mýrdalssandi (-9,2%) en mest jókst umferð um mælisnið á Holtavörðuheiði (6,8%).

Nú hefur uppsöfnuð umferð aðeins aukist um 0,6%, sem er sex sinnum minni aukning en mældist á sama tíma á síðasta ári (3,6%).  Teljarar á og í grennd við höfuðborgarsvæðið sýna mestan samdrátt, frá áramótum (-1,8%) en teljarar á Norðurlandi sýna mestu aukninguna, fyrir sama tímabil (7,3%).

Umferð eftir vikudögum
Frá ármótum er mest ekið á föstudögum, en minnst á laugardögum.  Umferð hefur dregist saman á sunnu- og þriðjudögum en aukist lítillega aðra vikudaga þar af mest á mánudögum (2,1%).

Horfur út árið 2025
Nú þegar aðeins tveir mánuðir, eru eftir af árinu 2025, verður að teljast afar líklegt að umferð muni ekki aukast meira en um 0,5-1,0%, sem yrði þá langt undir meðalaukningu liðinna ára, sem er 3,2%.

Deila grein: