Það er mikill innflutningur á bifreiðum þessa dagana sem rakið er m.a. til fyrirhugaðra vörugjaldshækkana á bifreiðar um næstu áramót. Mikið er að gera hjá bílaumboðum og bíaleigur að tryggja sér bíla.
Spurnir hafa verið að því að bílaleigur hafi verið að verða sér úti um bíla sem eiga að vera komnir fyrir áramót fyrir komandi vertíð á árinu 2026. Aðilar eru að gera ráðstafanir í ljósi þessara tíðinda sem blasa við.
FÍB lék forvitni á að vita hvort ekki væri mikið að gera hjá Samgöngustofa vegna aukins innfutnings á bílum til landsins. Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segir að helsti mælikvarði hvað þetta varðar eru forskráningar. Á skýrsluvefnum er hægt að sjá tölfræði forskráninga niður á mánuði og ár.
Töluvert fleiri forskráningar núna á haustmánuðum en í fyrra
,,Miðað við tölfræðina eru töluvert fleiri forskráningar núna á haustmánuðum en í fyrra. Það sem af er ári er fjöldi forskráninga 19.615 en voru 16.674 allt síðasta ár. Hins vegar voru árin þar á undan stór í forskráningum svo tölfræði haustmánaða í ár er á svipuðum slóðum og þau ár. Svo jú, það hefur verið talsvert annríki í forskráningunum hjá okkur miðað við árstíma,“ segir Þórhildur Elínardóttir samskiptastjóri Samgöngustofu.







